Að velja kvikmyndir og þætti

Í dag vorum við að velja myndir og þætti sem kæmu til greina til þess að horfa á í áfanganum sem tengjast líffræði á einhvern veg. Ég stakk upp á nokkrum myndum sem mér fannst áhugaverðar til dæmis Quarantine, The day after tomorrow og The Mist. Ég valdi Quarantine vegna þess að myndin snýst um vírus sem hefur mjög óvenjuleg áhrif á fólk og smitast léttilega á milli fólks. ég valdi hana líka bara því þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum og mig langar að horfa á hana. Ég stakk upp á The Mist þótt ég hef aldrei séð hana vegna þess að mér fannst hún hljóma áhugaverð, myndin snýst semsagt um sérkennilega þoku sem kemur skyndilega yfir borg og það fylgir eitthvað illt þokunni. The day after tomorrow aftur á móti valdi ég vegna þess að það gerast mjög mikið af náttúrulegum hamförum augljóslega þar sem þetta er mynd um heimsendir, þetta er líka bara mjög skemmtileg mynd og mér finnst mjög mikilvægt að fólki finnst skemmtilegt að horfa á myndirnar sem við veljum, annars er mjög létt fyrir suma að missa athyglina.

Eva röver 9. Janúar 2019